Hertz á Íslandi

Bílaleiga Loftleiða, síðar Bílaleiga Flugleiða ehf – Hertz, var stofnuð 1. apríl 1971 og er leyfishafi á Íslandi fyrir vörumerkin Hertz, Firefly og JLG vinnulyftur. Hertz er ein stærsta bílaleiga landsins og sérhæfir sig í að leysa allar bílaþarfir einstaklinga og fyrirtækja hvort sem það er í skammtímaleigu, langtímaleigu eða með bílasölu. Hertz rekur fjölbreyttan bílaflota allt frá smábílum uppí smárútur, lúxusbíla og sendibíla. Hér má sjá starfstöðvar Hertz um land allt.

Fyrirtækjalausnir & Rammasamningur Ríkiskaupa

Hertz sérhæfir sig í lausnum fyrir fyrirtæki sem og ríkisstofnanir og er Hertz aðili að Rammasamningi Ríkiskaupa. Með fyrirtækjasamningi tryggir þú þér hagstætt verð allt árið, forgangsþjónustu á leigustað ásamt ýmsu ásamt ýmsu öðru.

Langtímaleiga

Við leysum þína bílaþörf einnig til lengri tíma og hjá Hertz Langtímaleigu höfum við bíla til leigu frá 1 mánuði.

www.hertz.is/langtimaleiga
www.hertz.is/vetrarleiga

Bílasala

Við seljum einnig bíla. Þú getur fundið mikið úrval af bílaleigubílum til sölu á www.hertzbilasala.is. Við erum í samstarfi við bílasölur víðsvegar um landið ásamt því að reka bílasölu í Selhellu 5, 221 Hafnarfirði. Verðið velkomin.