ÞINN REKSTUR OKKAR ÞJÓNUSTA

VERTU MEÐ BÍLAFLOTA FYRIRTÆKISINS Í ÖRUGGUM HÖNDUM

Við erum sérfræðingar í rekstri ökutækja og skiljum að fyrirtæki vinna í
mismunandi umhverfi og þurfa því lausnir sem eru sniðnar að þeirra þörfum.
Við erum til þjónustu reiðubúin.

VIÐ ERUM UM LAND ALLT

Þegar þú vilt leigja bíl með skömmum fyrirvara þá getur þú treyst því að fá úrvalsþjónustu um land allt.

Við erum áreiðanleg, sveigjanleg og snör í snúningum.

Þegar þú kemur á leigustað:
–  nýtur þú forgangs
–  er leigusamningurinn tilbúinn til undirritunar
–  hefur ökutækinu verið lagt í forgangsstæði næst útgangi þér til þæginda
–  erum við búin að skafa rúður, bíllinn er heitur og þú getur lagt strax afstað

Og mundu að:
–  Þú átt þinn tengilið hjá Hertz
–  Þú færð sama hagstæða verðið allt árið
–  Þú færð 1000 eða 2000 Vildarpunkta Icelandair með hverri leigu
–  Við sækjum þig óskir þú þess
–  Við erum aðilar að Rammasamningi Ríkiskaupa

Langtímaleiga Hertz

Langtímaleiga er hagkvæmur kostur þegar kemur að rekstri ökutækja.
Þú gerir samning um langtímaleigu og nýtur þess að keyra áhyggjulaus,
njóta úrvalsþjónustu og hagstæðra kjara allt árið um kring.
Leigutími er frá 1 – 48 mánaða.

Helstu kostir:
–  Engin binding fjármagns
–  Engin endursöluáhætta
–  Einfalt mánaðarlegt viðskiptayfirlit
–  Lendiru í óhappi færðu annan bíl samdægurs

Innifalið:
–  1250 eða 1750 km á mánuði
–  Þrif einu sinni í mánuði
–  Skyldutrygging, kaskótrygging og bifreiðajöld
–  Almennur rekstrarkostnaður – hjólbarðar, smurþjónusta, þurrkublöð og perur