Hertz bílaleiga er leiðandi og framsækið fyrirtæki í ferðaþjónustu sem hefur verið starfandi í rúmlega fimmtíu ár. Fyrirtækið einsetur sér að bjóða viðskiptavinum sínum örugga og nýlega bíla ásamt því að veita viðskiptavinum góða þjónustu.

Það er viðhorf stjórnenda og eigenda Hertz að gott starfsfólk sé helsta auðlind fyrirtækisins og lykillinn að velgengni þess. Því er mikilvægt að byggja upp fjölbreyttan hóp starfsmanna sem býr yfir ólíkri reynslu, þekkingu og hæfileikum.

Hertz er krefjandi vinnustaður þar sem samvinna er lykillinn að góðum árangri. Starfsfólk Hertz er hvatt til að sýna frumkvæði, axla ábyrgð, læra nýja hluti, koma með hugmyndir og sýna það besta sem í því býr.

Varðandi meðferð umsókna og meðhöndlun þeirra:

  • Farið er með fyrirspurnir og umsóknir um störf sem trúnaðarmál.
  • Umsóknum um auglýst störf er svarað þegar búið er að ráða í starfið.
  • Umsóknarferlið tekur að jafnaði um 4-6 vikur frá því að starf er auglýst.
  • Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega og þeim eytt að 3 mánuðum liðnum.

Sæktu um vinnu hjá Hertz bílaleigu

Fylltu inn eftirfarandi upplýsingar til að sækja um atvinnu hjá Hertz bílaleigu. Athugið að ferilskrá með mynd verður að fylgja umsókninni.

Fill out my online form.