Hertz Bílaleiga er aðili að rammasamningi Ríkiskaupa. Hjá okkur geta ríkisfyrirtæki og stofnanir leigt bíla á hagstæðum samningsverðum Ríkiskaupa.

Hertz veitir persónulega, hraða og örugga þjónustu og hefur á að skipa stórum flota af ökutækjum í öllum stærðum og gerðum.

Hvort sem þú þarft bíl í skammtímaleigumánaðarleigu/vetrarleigulangtímaleigu eða vilt kaupa bíl þá getur þú alltaf leitað til okkar. Svo auðvitað hefur þú þinn tengilið hjá Fyrirtækjaþjónustu Hertz.

Helstu kostir þess að vera með rammasamning ríkiskaupa hjá Hertz

Við erum með flestar útleigustöðvar

Af þeim bílaleigum sem eru aðilar að samningi þá erum við með flestar útleigustöðvarnar á landinu.

Nýjasti bílaflotinn

Þú ert öruggur með gæði flota þegar þú velur Hertz. Við státum okkur af því að vera með bæði fjölbreyttasta og nýjasta flotan í boði í rammasamningi.

Frítt að ganga í Gullklúbb Hertz

Með því að sækja um Gullklúbb Hertz nýtur þú enn betri þjónustu og kjara um allan heim. Allar upplýsingar um klúbbinn nálgist þið hér.

Vildarpunktar Icelandair með hverri leigu

Hvort sem að  þú ert að taka bíl í einkaerindum, í langtímaleigu, á vegum ríkisfyrirtækis/stofnunnar þá færðu Vildarpunkta Icelandair hjá okkur. 1000 eða 2000 Vildarpunktar eftir bílstærð.

Snertilaus afhending

Nú getur þú fengið bílinn afhenda á hvaða tíma sólarhringsins sem er á flestum afgreiðslustöðvum með notkun afgreiðslukassa. Samningar eru undirritaðir með rafrænum hætti í snjalltæki viðskiptavinar og afhending því snertilaus. Bókanir fara í gegnum þjónustuver Hertz.

Besta bílaleiga landsins

Við höfum verið valin besta bílaleiga landsins í þriðja sinn á síðastliðnum fjórum árum af World Travel Awards. Það er vottur um það frábæra starf sem starfsfólk okkar vinnur á hverjum degi og gæði vörunnar.


Það er einfalt að bóka bíl samkvæmt ríkiskaupaverði á vefnum

Með því að smella á bókunarhnappinn hér að neðan getur þú bókað bíl með hraði á einfaldan hátt. Eina sem þú þarft að gera til að bóka bíl er að setja kennitölu stofnunar eða ríkisfyrirtækis í fyrirtækjahluta bókunarvélarinnar.

Einnig getur þú bókað með einu símtali í bókunarsíma okkar 522 44 00 eða sent tölvupóst á hertz@hertz.is þá mun bókunarfulltrúi bóka bílinn fyrir þig.