Markmið Hertz á Íslandi er að tryggja jöfn tækifæri fyrir alla starfsmenn. Að starfsmenn fái greidd sambærileg laun fyrir jafn verðmæt störf óháð kyni, kynþætti, þjóðernis, trúar, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu. 

Jafnlaunakerfið skal ná til allra starfsmanna og er hluti af jafnréttisáætlun Hertz. Laun skulu ákvörðuð samkvæmt verðmati starfs þar sem litið er til hæfni, ábyrgðar og álags.  Tilgangur jafnlaunakerfis er að tryggja öllum starfsmönnum jöfn laun og að engin óútskýrður launamunur finnist í launasetningu Hertz.  Með stöðugum umbótum og eftirfylgni  verður komið í veg fyrir launamun. 

Yfirstjórn skuldbindur sig til að fylgja lögum um jafnrétti kynjanna. Lög nr. 150/2020 sem fjalla um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, Lög 86/2018 Lög um jafna meðferð á vinnumarkaði og Jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012. 

Jafnlaunakerfið er skjalfest og markmið sett samkvæmt Jafnlaunastaðli og skal viðhaldið og endurskoðað árlega.  

Jafnlaunastefna er kynnt og aðgengileg starfsfólki á innri vef Hertz og að auki birt á heimasíðu fyrirtækisins.