Bílaleiga Flugleiða ehf. kt. 471299-2439 er sérleyfishafi Hertz International á Íslandi. Hér á eftir nefnt Hertz.

Persónuvernd og öryggi gagna starfsmanna og viðskiptavina skipta Hertz miklu máli. Hertz hefur unnið að gerð persónuverndarstefnu frá september 2017. Stefnan skilgreinir með hvaða hætti og í hvaða tilgangi persónuupplýsingum er safnað og hvernig er farið með þau gögn.

Um meðferð persónuupplýsinga gilda lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 77/2000 eins og þau eru á hverjum tíma. Hertz safnar upplýsingum um starfsmenn, viðskiptavini og birgja sem fyrirtækinu er skylt að varðveita í samræmi við ofangreind lög og reglur.

Við söfnum upplýsingum um viðskiptavini okkar þ.e. nafn, kennitala, heimisfang, tölvupóstfang, upplýsingar um ökuskírteini, vegabréf, bankaupplýsingar og dulkóðuð númer kreditkorts. Allt eru þetta upplýsingar sem við þurfum til þessa að þjónusta og afgreiða okkar viðskiptavini.

Upplýsingar munu safnast sjálfkrafa þegar þú heimsækir heimasíður okkar sem og upplýsingar um hvernig þú notar viðkomandi heimasíður. Þessum upplýsingum er safnað saman með notkun vafrakaka.

Við miðlun á persónuupplýsingum munum við alltaf óska eftir samþykki viðskiptavinar, við munum aldrei selja persónuupplýsingar. Í einhverjum tilvikum er okkur skylt samkvæmt lögum að veita persónuupplýsingar.

Persónuupplýsingar munu berast til þriðja aðila eða til svokallaðs vinnsluaðila sem gæti verið okkar umboðsmaður, verktaki eða þjónustuaðili.

Ef upp kemur öryggisbrestur um vistun persónuupplýsinga þá munum við tilkynna það tafarlaust.

Allar fyrirspurnir um meðhöndlun persónuupplýsinga og persónuverndarstefnu má senda á netfangið privacy@hertz.is

Persónuverndarstefnu Hertz International er að finna hér: Hertz International – Privacy Policy

Persónuverndarstefna fyrst samþykkt 20.09.2017