Tryggingar kreditkorta

Ef þú ákveður að nýta trygginar sem fylgja greiðslukorti þínu þá mælum við með að þú kynnir þér skilmála greiðslukortsins mjög ítarlega áður en þú ákveður að hafna þeim sjálfsábyrgðargjöldum sem Hertz býður uppá.

Verðskrá yfir þau sjálfsábyrðargjöld sem Hertz á Íslandi býður má finna hér

Lækkun sjálfsábyrgðar (CDW) innifalið í almennum vefverðum

Sjálfsábyrgðargjald þetta lækkar fjárhagslega ábyrgð ef ökutæki skemmist á leigutíma þó samkvæmt og með þeim fyrirvörum sem tilgreindir eru í leiguskilmálum hverju sinni.

Sé sjálfsábyrgðargjaldi hafnað (CDW) er leigutaki ábyrgur fyrir öllu tjóni og getur skaðabótaskylda numið heildarverðmæti ökutækisins.

Sjálfsábyrgðarupphæð (e. CDW Non-Waivable Excess) – Tjónist ökutækið á leigutíma ber leigutaki fjárhagslega ábyrgð í formi sjálfsábyrgðarupphæðar sem er tilgreind framan á leigusamningi á hverjum tíma.

Lesa

Aukin lækkun sjálfsábyrgðar (SCDW)

Sé aukin lækkun sjálfsábyrgðar (SCDW) keypt lækkar þá sjálfsáhættu sem leigutaki ber í hefðbundu sjálfsábyrðargjaldi (CDW).

Vinsamlega athugið að kaup á SCDW lækkar ekki sjálfsáhættu á neinum öðru vörum Hertz en CDW.

Aukin lækkun sjálfsábyrgðar lækkar sjálfsáhættu í hverju tjóni og má sjá upphæðir í verðskrá Hertz hverju sinni.

Lesa

Þjófnaðarvernd (TP)

Þjófnaðarvernd minnkar fjárhagslega ábyrgð sé ökutæki eða íhlutum þess stolið á leigutíma þó samkvæmt og með þeim fyrirvörum sem tilgreindir eru í leiguskilmálum á hverjum tíma.

Sé þjófnaðarvernd hafnað er leigutaki að fullu ábyrgur fyrir því tjóni sem hlýst af innbroti í ökutækið eða sé því stolið og getur skaðabótaskylda numið heildarverðmæti ökutækisins.

Sjálfsábyrgðarupphæð (e. TP Non-Waivable Excess) – Tjónist ökutækið við innbrot eða sé því stolið á leigutíma ber leigutaki fjárhagslega ábyrgð í formi sjálfsábyrgðarupphæðar sem er tilgreind framan á leigusamningi á hverjum tíma.

Upphæðir má einnig sjá í verðskrá Hertz hverju sinni.

Lesa

Framrúðuvernd (WSP)

Framrúðuvernd (WSP) lækkar fjárhagslega ábyrð leigutaka niður í 0 kr. tjónist framrúða og/eða framljós af völdum steinkasts.

Vinsamlega athugið að framrúðuvernd bætir ekki tjón af völdum sand- eða öskufoks.

Sand- og öskuvernd (SAAP)

Sand- og öskuvernd (SAAP) lækkar fjárhagslega ábyrgð leigutaka á tjónum sem hljótast af völdum sand- eða öskufoks. Slík tjón falla ekki undir nein önnur sjálfsábygðargjöld sem eru í boði hjá Hertz. Sé sand- og öskuvernd hafnað er leigutaki ábyrgur fyrir skemmdum sem af slíku hlýst og getur það náð til þess að skipta um rúður, ljós og að mála ökutækið að hluta eða heild.

Sjálfsábyrgðarupphæð (e. SAAP non-waivable excess) – Tjónist ökutækið á leigutíma ber leigutaki fjárhagslega ábyrgð í formi sjálfsábyrgðarupphæðar sem er tilgreind framan á leigusamningi á hverjum tíma.

Lesa

Flutningur á tjónuðu ökutæki

Leigutaki ber ábyrgð á kostnaði við flutning ökutækis sé það óökuhæft sökum tjóns. Afhending nýs ökutækis er háð framboði hverju sinni. Flutningskostnaður er samkvæmt verðskrá Hertz hverju sinni.