Innifalið í leigugjaldi eru lögboðnar ökutækjatryggingar, þ.e. ábyrgðartrygging og slysatrygging ökumanns og eiganda. Ábyrgðartrygging gagnvart þriðja aðila og slysatrygging ökumanns og eiganda nemur þeirri upphæð sem íslensk lög kveða á um hverju sinni.

Sjálfsábyrgð leigutaka vegna tjóns á ökutæki er allt að fullu verðgildi ökutækis, sbr. nánari tilgreining sjálfsábyrgðar má finna í verðskrá Hertz. Leigutaki getur greitt sjálfsábyrgðargjöld CDW og SCDW, og lækkað með því fjárhagslega ábyrgð sína vegna tjóns á ökutæki. Upphæð sjálfsábyrgðargjalds er samkvæmt verðskrá Hertz hverju sinni.

Þó sjálfsábyrgðargjald sé greitt ber leigutaka þó ætíð að greiða lágmarksupphæð ef um tjón er að ræða á hinu leigða ökutæki, á meðan ökutækið er á ábyrgð leigutaka. Sú upphæð er ákveðin í verðskrá Hertz hverju sinni.

Hver sjálfsábyrgð nær aðeins til eins óhapps. Sé um að ræða fleiri tjón sem augljóslega hafa ekki átt sér stað í einu og sama óhappinu gildir hver og ein sjálfsábyrgð aðeins um eitt óhapp.


Sjálfsábyrgðargjald þetta lækkar fjárhagslega ábyrgð leigutaka ef ökutæki skemmist á leigutíma þó samkvæmt og með þeim fyrirvörum sem tilgreindir eru í leiguskilmálum hverju sinni.

Upphæð sjálfsábyrgðargjalds er samkvæmt verðskrá Hertz hverju sinni.

Sé sjálfsábyrgðargjaldi hafnað (CDW) er leigutaki ábyrgur fyrir öllu tjóni og getur skaðabótaskylda numið heildarverðmæti ökutækisins.



Sé aukin lækkun sjálfsábyrgðar (SCDW) keypt lækkar þá sjálfsáhætta sem leigutaki ber í hefðbundu sjálfsábyrðargjaldi (CDW).

Vinsamlegast athugið að kaup á SCDW lækkar ekki sjálfsáhættu á neinum öðrum vörum Hertz en CDW. Aukin lækkun sjálfsábyrgðar lækkar sjálfsáhættu í hverju tjóni og er upphæð samkvæmt verðskrá Hertz hverju sinni.



Þjófnaðarvernd lækkar fjárhagslega ábyrgð sé ökutæki eða íhlutum þess stolið á leigutíma þó samkvæmt og með þeim fyrirvörum sem tilgreindir eru í leiguskilmálum hverju sinni.

Tjónist ökutækið við innbrot eða sé því stolið á leigutíma ber leigutaki fjárhagslega ábyrgð í formi sjálfsábyrgðargjalds. Upphæð sjálfsábyrgðargjalds er samkvæmt verðskrá Hertz hverju sinni.

Sé þjófnaðarvernd hafnað er leigutaki að fullu ábyrgur fyrir því tjóni sem hlýst af innbroti í ökutækið eða sé því stolið og getur skaðabótaskylda numið heildarverðmæti ökutækisins.



Sé framrúðuvernd (WSP) keypt er fjárhagsleg ábyrgð leigutaka 0 kr. tjónist framrúða og/eða framljós af völdum steinkasts.

Vinsamlega athugið að framrúðuvernd bætir ekki tjón af völdum sand- eða öskufoks.



Sand- og öskuvernd (SAAP) lækkar fjárhagslega ábyrgð leigutaka á tjónum sem hljótast af völdum sand- eða öskufoks. Slík tjón falla ekki undir nein önnur sjálfsábygðargjöld sem eru í boði hjá Hertz.

Tjónist ökutækið á leigutíma ber leigutaki fjárhagslega ábyrgð í formi sjálfsábyrgðargjalds. Upphæð sjálfsábyrgðargjalds er samkvæmt verðskrá Hertz hverju sinni.

Sé sand- og öskuvernd hafnað er leigutaki ábyrgur fyrir skemmdum sem af slíku hlýst og getur það náð til þess að skipta um rúður, ljós og að mála ökutækið að hluta eða heild.




Greiðsla sjálfsábyrgðargjalda (CDW og SCDW) lækkar ekki sjálfsábyrgð leigutaka vegna tjóns á ökutæki þegar um eftirfarandi er að ræða:

a. Skemmdir af ásettu ráði eða sakir stórkostlegrar óvarkárni ökumanns.

b. Skemmdir sem verða þegar ökumaðurinn er undir áhrifum áfengis, örvunar- eða deyfilyfja, eða að öðru leyti ófær um að stjórna ökutækinu á tryggilegan hátt.

c. Skemmdir vegna kappaksturs eða reynsluaksturs..

d. Skemmdir vegna hernaðar, uppreisna, óeirða og/eða óspekta.

e. Skemmdir af völdum dýra.

f. Brunagöt á sætum, teppum eða mottum.

g. Skemmdir er varða hjól, hjólbarða, felgur, fjaðrir, rafgeymi, gler, viðtæki, svo og tjón vegna þjófnaðar einstakra hluta ökutækis og skemmda sem af því stafa.

h. Skemmdir af akstri á ósléttri akbraut, svo sem á gírkassa, drifi, olíupönnu, vél eða öðrum hlutum í eða á undirvagni ökutækisins, skemmdir á undirvagni er hljótast af því að ökutækið tekur niðri á ójöfnum akbrautum, svo sem hryggjum eftir veghefla, jarðföstu grjóti á akbraut eða við akbrautarbrúnir. Sama gildir um skemmdir er verða þegar laust grjót hrekkur í eða undir ökutækið eða í vatnskassa í akstri.

i. Skemmdir vegna aksturs þar sem bannað er að aka ökutækinu, svo og við akstur á vegatroðningum, götuslóðum, snjósköflum, ís, yfir eða í óbrúuðum ám, lækjum eða öðrum vatnsföllum, um fjörur, forvaða eða aðra vegleysu.

j. Skemmda á fólksbílum sem verða við akstur á vegum sem eru F-merktir á opinberum kortum og á vegunum um Kjöl (nr. 35), Kaldadal (nr. 550) og veginum að Landmannalaugum (nr. 208).

k. Tjón af völdum þess að sandur, möl, aska, vikur eða önnur jarðefni fjúka á ökutækið eða ökutækinu er ekið í sand- eða öskufoki.

l. Ef ökutækið er flutt sjóleiðina nær greiðsla sjálfsábyrgðargjalds ekki til tjóns af völdum sjóbleytu.

m. Tjón leigusala vegna þjófnaðar á ökutækinu.

n. Vatnsskaða á ökutæki




Ef leigutaki ákveður að nýta trygginar sem fylgja sínu greiðslukorti þá mælum við með að hann kynni sér skilmála greiðslukortsins mjög ítarlega áður en sjálfsábyrgðargjöldum sem Hertz býður uppá sé hafnað.

Verðskrá yfir þau sjálfsábyrðargjöld sem Hertz á Íslandi býður má finna hér



Leigutaki ber ábyrgð á kostnaði við flutning ökutækis sé það óökuhæft sökum tjóns. Afhending nýs ökutækis er háð framboði hverju sinni. Flutningskostnaður er samkvæmt verðskrá Hertz hverju sinni.