Bílaleiga Flugleiða ehf. er ein stærsta bílaleiga landsins og höfum við einsett okkur að vera í fararbroddi fyrirtækja á sviði umhverfismála á Íslandi. Bílaleiga Flugleiða ehf. hefur markað þá stefnu að einbeita sér að því að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif starfseminnar og er stöðugt leitað leiða til að draga úr beinum og óbeinum umhverfisáhrifum fyrirtækisins.

Þetta felur í sér að:

  • velja bifreiðar og aðföng þeim tengdum í flota okkar, út frá rekstrarlegri hagkvæmni, umhverfisáherslum framleiðandans og viðurkenndum úttektum óháðra aðila.
  • fjölga umhverfisvænum bílum s.s. sparneytnum og vistvænum bílum eins og  tvítengils- og rafmagnsbílum.  Hertz á Íslandi ætlar sér að vera framarlega á Íslandi í orkuskiptum á bílaleigumarkaði.
  • lágmarka neikvæð umhverfisáhrif frá starfseminni með ábyrgri notkun auðlinda, úrgangur fyrirtækisins sé flokkaður, hann endurunninn, endurnýttur eða fargað í samræmi við reglur og góðar venjur.
  • efnainnkaup skulu valin út frá umhverfissjónarmiðum eins og kostur er og val á birgjum í samræmi við það.
  • leggja áherslu á stöðugar umbætur í umhverfismálum og fara að settum lögum og reglum sem gilda um rekstrarumhverfi fyrirtækisins á hverjum tíma.
  • leggja áherslu á aukna þátttöku starfsmanna fyrirtækisins í umhverfismálum með reglulegri þjálfun og árlegum umhverfisdegi Hertz.

Aukin áhersla verði lögð á að bjóða leigutökum Hertz að kolefnisjafna ferðalag sitt með nýrri reiknivél sem tekur tillit til aksturs og stærðar bifreiðar sem viðkomandi hefur leigt. Hertz á Íslandi hefur boðið viðskiptavinum sínum síðan árið 2007, fyrst allra bílaleiga á Íslandi, að kolefnisjafna ferðalag sitt í samstarfi við Kolvið.

Kolefnisjafnaðu ferðalagið

Samstarf Hertz og Íslenska kolefnissjóðsins gerir viðskiptavinum Hertz kleift að vega upp kolefnislosun á ferðalögum sínum með gróðursetningu trjáa og öðrum verkefnum. Hertz var ein fyrsta bílaleigan á Íslandi sem gerði viðskiptavinum kleift að kolefnisjafna ferðalag sitt í samstarfi við Kolvið.

Kolefnissjóður Íslands (Kolviður) var stofnaður af Skógræktarfélagi Íslands og Umhverfisfélagi Íslands. Markmið Kolviðs er að draga úr magni koltvísýrings í andrúmsloftinu með því að binda kolefni í gróðri og jarðvegi. Upphæðin sem greidd er fer í skógræktarverkefni, svo sem gróðursetningu á trjáplöntum, á afmörkuðum svæðum  til langs tíma eða með allt að 90 ára samning við Kolvið. Gróðursetning og umsjón þessara skóga fer fram á vegum skógræktarfélaga á viðkomandi stað eða annarra verktaka. Verkið er vottað og endurskoðað af KPMG Iceland.

Fyrsti skógur kolefnissjóðsins er gróðursettur á Geitasandi á Suðurlandi. Viðskiptavinir Hertz tóku mikinn þátt í því gróðursetningarátaki!