Við erum afar stolt af því að hljóta nafnbótina besta bílaleigan á Íslandi 2021 samkvæmt World Travel Awards. Og sérstaklega gaman að segja frá því að þetta er í fjórða sinn sem við njótum þessa heiðurs á fimm árum. Er þetta í 28. skiptið sem verðlaunin eru veitt á heimsvísu.

Mynd frá starfstöðvum Hertz á Flugvallarvegi

Úrslitin voru að þessu sinni tilkynnt á vef W.T.A. í skugga heimsfaraldurs.

Við erum afskaplega þakklát fyrir að hljóta þessi verðlaun og frábært að fá að taka við þeim í fjórða skiptið. Undanfarin tvö ár hafa verið sérkennileg fyrir okkur öll, það er því einstaklega kært að hljóta verðlaunin núna og við sjáum þau sem mikið klapp á bakið fyrir allt okkar starfsfólk, sem hefur staðið sig gríðarlega vel á krefjandi tímum.

Frá árinu 1993 hafa World Travel Award hafa verið veitt framúrskarandi ferðaþjónustufyrirtækjum um allan heim og árið 2017 var flokki bílaleiga bætt við flóruna og varð Hertz fyrst bílaleiga á Íslandi til að hljóta titilinn. 

Í ár voru veitt verðlaun í ellefu flokkum hérlendis, þar sem Hótel Borg, Ion Adventure Hótel, Hótel Rangá og Guide to Iceland voru meðal þeirra sem hlutu verðlaun.