HVERNIG VIRKAR SKYNDIBÍLALAUSN HERTZ FYRIRTÆKJAÞJÓNUSTU
Fyrir stærri fyrirtæki og stofnanir bjóðum við uppá skyndibílalausn. Hún gengur út á að gerður er samningur um að fyrirtæki/stofnun hafi á ársgrundvelli ákveðin fjölda bifreiða til umráða. Eingöngu er greitt fyrir bifreiðina þegar hún er í notkun.
Þjónustan við hvert fyrirtæki er skilgreind fyrirfram, Hertz sér um að þjónusta bifreiðarnar á samningstíma. Bifreiðum er lagt í skilgreind bílastæði fyrir utan fyrirtækið, þannig að þær eru alltaf til taks.
Athugið að formið hér til hliðar er einungis hægt að nota eftir að búið er að gera heildarsamning um skyndibílaleigu.
Viljir þú fá meiri upplýsingar um þjónustuna þá er haft samband
við Eysteinn, viðskiptastjóra fyrirtækjaþjónustu á sales@hertz.is eða í síma 522 44 00