Það er með sannri ánægju sem við segjum frá því að Hertz hefur verið valið fyrirmyndafyrirtæki í könnun VR í hópi stórra fyrirtækja.  Við erum afar stolt af þessari viðurkenningu sem er vottur um það frábæra starf sem hefur verið unnið.

Af þeim rúmlega 150 fyrirtækjum sem uppfylla kröfur um þátttöku eru fimmtán efstu fyrirtækin í hverjum stærðarflokki útnefnd Fyrirmyndarfyrirtæki 2023, eru því 45 í heildina og eru kosin af starfsmönnum. Heildareinkunn fyrirtækja er reiknuð út frá viðhorfi starfsfólks til ólíkra þátta starfsumhverfis. Spurt er um stjórnun, launakjör, starfsanda, jafnrétti, starfsánægju, og fleira.  Þau fyrirtæki sem skara fram úr í könnuninni hljóta formlega viðurkenningu.

Það er mikill heiður að vera í hópi þessara öflugu fyrirtækja, mikil hvatning fyrir okkar öfluga starfsfólk og eldsneyti í komandi ferðasumar!

Áfram Hertz

Myndataka frá samkomu VR í Hörpu