Hvað er betra en að snattast í jólatraffíkinni á hreinum bíl? Komið þriðjudaginn 21.desember í þvott og látið græja bílinn. Á þessum degi höfum við aukið tíma til muna. Bókið tíma í bókunarvélinni hér að neðan.

Þetta virkar þannig að þú bókar tíma á netinu og mætir til okkar á þeim tíma. –  Við tökum við honum og þrífum hann fyrir þig svo þú getir keyrt á hreinum bíl inn í hátíðarnar.
Þar sem það verður þétt bókað getum við ekki lofað þvotti ef mætt er seint.

  • Fyrir viðskiptavini í langtímaleigu (Leigutími 12 mánuðir eða lengur)
  • Við biðjum ökumenn að mæta eina vegna sóttvarna/fjöldatakmarkanna & takmarkaðs pláss í biðstofu
  • Biðjum alla að mæta á réttum tíma svo tímar riðlist síður (Munið eftir jólatraffíkinni)

Hlökkum til að sjá ykkur!