Fyrirtæki og stofnanir sem eru í reikningsviðskiptum við Hertz bílaleigu geta bókað bíl á einfaldan hátt. 

Hertz veitir persónulega, hraða og örugga þjónustu og hefur á að skipa stórum flota af ökutækjum í öllum stærðum og gerðum. Bílaleiga Hertz er ein af stærstu bílaleigum landsins, þjónustunet Hertz er þétt og afgreiðslustaðir staðsettir víðsvegar um landið. Auðvelt er að leigja bíl á einum stað og skila á öðrum.

Með því að nota bókunarvélina hér til hliðar getur þú bókað bíl með hraði á einfaldan hátt. Eina sem þú þarft að gera til að bóka bíl er að setja kennitölu stofnunar eða fyrirtækis í fyrirtækjahluta bókunarvélarinnar.

Einnig getur þú bókað með einu símtali í Þjónustuver okkar í síma 522 44 00 eða sent tölvupóst á hertz@hertz.is þá mun bókunarfulltrúi bóka bílinn fyrir þig.

Starfsmenn sem sækja bíla þurf að sýna fram á með sannanlegum hætti að viðkomandi hafi leyfi til að leigja bíl. Hvort sem það er með staðfestingu á emili viðkomandi fyrirtækis eða öðrum sannanlegum hætti.