Þegar kemur að því að kaupa notaðan bíl, er mikilvægt að vita að bíllinn hefur fengið nákvæma ástandsskoðun fagmanna Hertz sem tryggir gæði bílsins til kaupanda. Allir bílar sem eru í eigu Hertz fá slíka skoðun og gæðastimpil. En hvað þýðir það nákvæmlega að notaður bíll sé gæðaskoðaður og hvað felur sú skoðun í sér? Í þessari grein munum við skoða skoðunarferlið hjá bílasölu Hertz og hvernig það tryggir að þú fáir bíl af hæsta gæðaflokki.

Hvað er gæða- og ástandsskoðaður notaður bíll?

Gæða- og ástandsskoðaður  notaður bíll er  bíll sem hefur gengið í gegnum ítarlega skoðun og lagfæringar ef einhverjar eru  til að uppfylla strangar kröfur Hertz sem seljanda bílsins.

Þessir bílar eru með ábyrgð seljanda til viðbótar ábyrgð frá framleiðanda sem kann að vera enn í gildi, eftir aldri bílsins. Allir notaðir Hertz bílar eru afhendir hreinir og bónaðir.

Gæða- og ástandsskoðun Hertz.

Ástandsskoðunin hjá bílasölu Hertz er framkvæmd til að tryggja að allir bílar sem ber merkið “Gæðaskoðaður notaður” sé  í besta mögulega ástandi . Svona er ástansskoðunin framkvæmd:  

  1. Ítarleg skoðun: Hver bíll er skoðaður af fagmönnum og bifvélavikjum  Hertz. Þetta felur í sér  álestur með tölvu þar sem öll frávik eru skráð og síðan lagfærð.  Innra og ytra ástand  bílsins er einnig skoðað. Aðeins bílar sem uppfylla ákveðin gæðaviðmið halda áfram í ferlinu.*
  2. Viðgerðir og endurbætur: Ef skoðunin leiðir í ljós að viðgerðir eða endurbætur séu nauðsynlegar, eru þær framkvæmdar af bifvélavirkjum Hertz og eða umboði bílsins eftir atvikum. Þetta tryggir að bíllinn uppfylli ekki aðeins öryggiskröfur  heldur bjóði einnig upp á áhyggjulaus bílakaup.
  3. Áhyggjulaus bílaviðskipti: Gæðaskoðaðir bílar koma með víðtækari ábyrgð sem tryggir ákveðinn stuðning eftir kaup. Þetta getur innifalið lánsbíl, viðgerðarþjónustu og jafnvel skipti á bíl ef upp koma ákveðin vandamál.

Ávinningurinn af því að kaupa gæða- og ástandsskoðaðan notaðan bíl

Gæða og ástandsskoðaður bíll felu í sér mikinn ávinning fyrir kaupanda, meðal annars: :

  • Aukin öryggiskennd: Vissu um að bíllinn hefur fengið ítarlega skoðun og frávik lagfærð af fagmönnum.
  • Ábyrgð: Allir Hertz bílar eru með lágmark 6 mánaða víðtækari ábyrgð (eða 7500 km) hvort sem kemur fyrr
  • Gæði: Trygging fyrir því að bíllinn uppfylli öll gæðaviðmið framleiðanda .

Af hverju Bílasala Hertz?

Hertz Bílasala býður upp á úrval notaðra bíla sem hafa allir hafa fengið reglulegt viðhald .
Þegar þú kaupir notaðan bíl frá Hertz, geturðu verið viss um að þú sért að fá hágæða bíl sem mun þjóna þér vel á komandi árum. Gæðaskoðaður bíll  hjá Hertz  tryggir þú áhyggjulaus bílaviðskipti, Hvort sem þú ert að leita að fjölskyldubíl,vinnubíl eða jeppa þá  bjóðum við upp á úrval sem mun uppfylla þínar þarfir og langanir.