Reykjavík, nóvember 2025 –

Hertz á Íslandi hlaut á dögunum alþjóðlegu ferðaþjónustuverðlaunin World Travel Awards 2025 í flokknum „Iceland’s Leading Car Rental Company“, sem metur frammistöðu, þjónustu og gæði bílaleigufyrirtækja. Þetta er sjötta árið sem Hertz hlýtur þessi verðlaun og hefur verið tilnefnt til verðlaunanna 9 ár í röð.

World Travel Awards eru ein virtustu verðlaun ferðaþjónustunnar á heimsvísu og hafa verið veitt árlega frá árinu 1993. Markmið þeirra er að verðlauna þau fyrirtæki sem sýna framúrskarandi þjónustu, nýsköpun og fagmennsku á sviði ferðalaga og ferðaþjónustu.

„Við erum gríðarlega stolt af þessari viðurkenningu,“ segir Sigurður Berndsen, forstjóri Hertz á Ísland. „Tilnefningin endurspeglar traust viðskiptavina okkar og þá staðföstu vinnu sem starfsfólkið okkar leggur á sig á hverjum degi til þess að skapa örugga og áreiðanlega upplifun fyrir ferðamenn og Íslendinga sem leigja hjá okkur bíla.“

Hertz Iceland starfrækir 11 þjónustustöðvar víðsvegar um landið, þar á meðal á Keflavíkurflugvelli, Reykjavík og í helstu þéttbýliskjörnum landsins. Fyrirtækið hefur á síðustu árum innleitt fjölbreyttar tæknilausnir til að bæta þjónustu, m.a. í gegnum samstarf við RentalMatics, sem gerir rauntímaflotastjórnun skilvirkari og umhverfisvænni.

„Við lítum á þessa tilnefningu sem staðfestingu á að við séum á réttri leið,“ bætir Sigurður við. „Á Íslandi eru mörg frábær fyrirtæki að vinna á þessu sviði, en það sem skilur Hertz frá öðrum er stöðugleiki, reynsla og þjónusta sem byggir á áratuga þekkingu og trausti.“

Sigurður Berndsen
Forstjóri | CEO
Hertz Iceland

Um World Travel Awards: World Travel Awards voru stofnuð árið 1993 og eru talin virtustu verðlaun ferðaiðnaðarins. Verðlaunin eru veitt á svæðis- og heimsvísu og þykja mikil viðurkenning fyrir fyrirtæki innan ferðaþjónustu um allan heim.